Vinsæll hlaðvarpsstjórnandi lést í bílslysi

Mat George er látinn 26 ára að aldri.
Mat George er látinn 26 ára að aldri. Skjáskot/Instagram

Mat George, stjórnandi hlaðvarpsins She Rates Dogs, er látinn 26 ára að aldri. Hann lést þegar ekið var á hann á götu í Los Angeles aðfaranótt laugardags. 

Samkvæmt lögreglu í borginni átti atvikið sér stað um klukkan 2.20 þegar George gekk yfir götuna, á ómerktri göngubraut. Hann var úrskurðaður látinn á slysstað. 

Meðstjórnandi She Rates Dogs, Michaela Okland, greindi aðdáendum þáttanna frá andláti hans á laugardagsmorgun. „Ég vil frekar að þið heyrið þetta frá mér en í fréttunum. Mat lést þegar ökumaður keyrði á hann og keyrði í burtu. Ég á ekki nein orð núna. Ég vildi óska þess að ég gæti haft samband við alla sem þekkja hann persónulega, en fréttirnar eru nú þegar farnar í loftið og ég bara get það ekki núna,“ sagði Okland í færslu sinni. 

George var vel þekktur hlaðvarpsstjórnandi í Bandaríkjunum og náðu þættir þeirra Okland töluverðum vinsældum. Hann var þekktur fyrir skemmtilegar skoðanir sínar á stefnumótamenningu, dægurmenningu og sjálfsmynd sína sem samkynhneigður karlmaður.

New York Times

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.