Zellweger og nýi kærastinn í kossaflensi á ströndinni

Renée Zellweger.
Renée Zellweger. AFP

Leikkonan Renée Zellweger virðist vera ástfangin upp fyrir haus af nýja kærastanum sínum, fjölmiðlamanninum Ant Anstead. Parið naut sín á strönd nærri Laguna Beach í Kaliforníu á sunnudag. 

Parið virðist hafa farið í fjöruferð á ströndina með tveggja ára son Ansteads, Hudson. 

Fréttir af þessu nýja ástarsambandi kvikmyndastjörnunnar og breska fjölmiðlamannsins fóru fyrst að kvisast út í júní. Hafa myndir náðst af þeim kyssast í búðinni, fyrir utan heimili hans og nú síðast á strödinni. 

Anstead er nýlega skilinn við raunveruleikastjörnuna Christinu Haack eftir tveggja ára hjónaband. Þar á undan var hann giftur Louise Anstead frá 2005 til 2017 og saman eiga þau tvö börn. 

Zellweger var stuttlega gift kántrísöngvaranum Kenny Chesney árið 2005. Hún var síðast í sambandi með gítarleikaranum Doyle Bramhall II frá 2012 til 2019.

Page Six

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.