Beitir sér fyrir frelsun Britney

Lögmaður tónlistarkonunnar Britney Spears, Mathew Rosengart, sagði fjölmiðlum fyrir utan Stanley Mosk-dómshúsið í Los Angeles í gær að hann og lögfræðistofa hans hygðust beita sér af afli við að losa Spears undan föður sínum, Jamie Spears. 

Spears fékk heimild frá dómara á fimmtudaginn í síðustu viku að ráða sér einkalögmann til að fara fyrir hennar máli. Heimildin þótti mikill sigur í máli tónlistarkonunnar sem hefur verið undir stjórn föður síns í tæp 13 ár. 

Taka átti nokkrar beiðnir fyrir hjá dómara í Los Angeles í gær, en dómshaldi var frestað fram í næstu viku. 

Í tölu sinni fyrir utan dómshúsið þakkaði Rosengart Spears fyrir hugrekki hennar og styrk. „Ég vil líka þakka aðdáendum hennar og stuðningsfólki. Allar kveðjurnar sem ég og lögfræðistofa mín, og sérstaklega Britney, höfum fengið, og stuðningurinn hefur verið ótrúlegur. Frá strönd til strandar, bókstaflega í öllum heiminum,“ sagði Rosengart.

Mathew Rosengart talaði við fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í Los …
Mathew Rosengart talaði við fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í Los Angeles í gær. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.