Er sama um stefnumótalíf Wests

Kanye West og Kim Kardashian eru að skilja.
Kanye West og Kim Kardashian eru að skilja. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og tónlistarmaðurinn Kanye West standa í skilnaði. Kardashian vill það besta fyrir föður barna sinn og er ekki sögð koma í veg fyrir að hann finni ástina á ný. 

Rapparinn var sagður eiga í stuttu ástarsambandi við ofurfyrirsætuna Irinu Shayk í byrjun sumars. Kardashian styður hann heilshugar. „Kim er sátt við að Kanye fari á stefnumót,“ sagði heimildarmaður People. „Hún vill bara að hann sé hamingjusamur.“

Heimildarmaðurinn segir að stjörnuhjónin einbeiti sér að börnunum sínum en saman eiga þau fjögur börn. West er sagður reyna halda sambandinu góðu fyrir börnin og Kardashian. „Þau hafa verið að verja tíma saman sem fjölskylda.“

Kardashian og West hættu saman fyrr á þessu ári eftir sjö ára hjónaband. Erfiðleikar í hjónabandinu höfðu verið áberandi í fjölmiðlum fyrir það.

Kanye West.
Kanye West. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.