Sonur Robs Lowes heldur áfram að stríða pabba

Rob Lowe fannst hann hafa horfið af landakortinu.
Rob Lowe fannst hann hafa horfið af landakortinu. Skjáskot/Instagram

John Owen Lowe, son­ur leik­ar­ans Robs Lowes, hefur í gegnum tíðina gert góðlátlegt grín að pabba sínum á Instagram. Þegar leikarinn birti mynd af sér við sitt daglega amstur á dögunum leið ekki á löngu þar til sonurinn hafði skrifað athugasemd þar sem hann átti ekki orð yfir miðaldrahegðun föður síns.

Fyrir tæpum tveimur árum birti mbl.is skjáskot af athugasemdum Johns við færslum föður síns en síðan þá hefur lítið farið fyrir þessu létta gríni sonarins. Þar til fyrir nokkrum dögum þegar Rob Lowe birti sjálfu af sér berum að ofan. „Stundum þarftu að láta fara lítið fyrir þér og hverfa af landakortinu líkt og í sjónvarpsþáttunum Gilligan-eyju,“ skrifaði Lowe við myndina.

Sonurinn var ekki lengi að bregðast við og svaraði: „Af landakortinu en setur samt mynd af þér berum að ofan á Instagram?“

Viðbrögðin við athugasemd sonarins létu ekki á sér standa og þegar þetta er skrifað hafa yfir 11 þúsund manns sett hjarta við hana. Þá hefur hann einnig fengið svör við athugasemd sinni. „Hann er að gera gömlu skvísunum greiða, treystu mér,“ skrifaði ein, enda ekkert launungamál að hinn 57 ára gamli Lowe er í hörkuformi.

View this post on Instagram

A post shared by Rob Lowe (@roblowe)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.