Vígja lund til minningar um Tómas Tómasson

Tómas Tómasson bassleikari á tónleikum með Stuðmönnum í Þjóðleikhúsinu árið …
Tómas Tómasson bassleikari á tónleikum með Stuðmönnum í Þjóðleikhúsinu árið 2002. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Vinir og velunnarar bassaleikarans sáluga, Tómasar Magnúsar Tómassonar, þ.m.t. félagar úr Stuðmönnum og Græna hernum, munu vígja nýjan Tómasarlund í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á morgun, miðvikudag, klukkan þrjú síðdegis. 

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

„Í framhaldinu er ráðgert að rækta TÓMASARLUND landið um kring, en verkefnið fléttar saman skógrækt og geðrækt. Tómas var einn lykilstofnenda og hugmyndasmiða Græna hersins og sá sem gaf honum nafn. Lund og skapgerð Tómasar var sömuleiðis annáluð og laðaðist fólk jafnan að glaðlegu fasi hans, sagnagáfu og annáluðum skemmtilegheitum,“ segir í tilkynningunni og jafnframt:

„Græni herinn mun ferðast um landið í sumar og stunda trjárækt, annast fegrun, hreinsun og málun sem fyrr. Fimm ára áætlun hersins miðast við að fegra hringveginn og nærumhverfi hans til muna, nú þegar ferðamannastraumurinn er að hefjast að nýju eftir Covid-hlé. Þannig hafa mörg tonn af járnarusli þegar verið fjarlægð í námunda hringvegarins og þeim komið í þartilbæra endurvinnslu.“

Þá verður efnt til TÓMASARVÖKU í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum mánudaginn 2. ágúst nk. kl. 15-17 þar sem Stuðmenn og fleiri tónlistarmenn efna til tónleika í minningu þess dáða meistara sem Tómas Magnús Tómasson var. Bassaleikari Íslands var hann jafnan kallaður og hann lék ekki aðeins með Stuðmönnum og Þursaflokknum heldur á fleiri hljóðritum en nokkur íslenskur tónlistarmaður fyrr og síðar, auk þess að stjórna upptökum á miklum fjölda mest seldu hljómplatna Íslandssögunnar.

Við vígslu TÓMASARLUNDARINS á morgun – miðvikudag  munu nokkrir valinkunnir tónlistarmenn koma saman og taka lagið auk þess sem gróðursett verða á sérstökum stað við hlið lundarins fjögur tré sem tákn um bassastrengina fjóra sem Tómas lék svo listilega á.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.