Saman í nokkra mánuði

Adele og Rich Paul.
Adele og Rich Paul. AFP

Það kom mörgum á óvart þegar söngkonan Adele mætti á körfuboltaleik með umboðsmanninum Rich Paul um síðustu helgi. Heimildarmenn staðfesta að sambandið sé ekki alveg nýtt af nálinni. 

Heimildarmaður People staðfesti að hin 33 ára gamla söngkona hefði verið að hitta Paul í nokkra mánuði. Á vef Page Six kemur fram að þau Adele og Rich Paul séu 100 prósent að hittast. „Þau eru að hittast,“ sagði heimildarmaður.

Á vef E! er rifjað upp viðtal við Paul sem kom út í maí þar sem hann viðurkenndi að hann væri að hitta stóra poppstjörnu en gaf ekki upp hver poppstjarnan væri né hvers kyns hún væri. Hann vildi einnig taka það fram að hann væri einhleypur. 

Adele og fyrrverandi eiginmaður hennar Simon Ko­necki tilkynntu skilnað árið 2019. Adele og Ko­necki byrjuðu sam­an árið 2011 og eignuðust barn ári seinna. Þau gengu í hjóna­band í maí 2018 en hjóna­bandið ent­ist ekki lengi. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhrædd/ur við að kanna hluti og draga síðan af þeim lærdóm sem þú getur nýtt þér til framtíðar. Ekkert er eins vont og óvissan.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhrædd/ur við að kanna hluti og draga síðan af þeim lærdóm sem þú getur nýtt þér til framtíðar. Ekkert er eins vont og óvissan.