Þurfti að loka fyrir athugasemdir vegna áreitis

Kid Cudi.
Kid Cudi. AFP

Bandaríski leikarinn og tónlistarmaðurinn Kid Cudi varð fyrir miklu áreiti á Instagram á dögunum vegna myndar sem hann birti af sér á samfélagsmiðlinum. Cudi skartar naglalakki á fingrum sér á myndinni sem varð kveikjan að miklu áreiti og heift í garð tónlistarmannsins sem endaði með því að hann ákvað að loka fyrir athugasemdir við instagramfærslunni.

View this post on Instagram

A post shared by Willis (@kidcudi)

Í kjölfarið birti hann yfirlýsingu á Twitter þar sem hann segir: „Ég lokaði fyrir athugasemdir á Instagram. Það er ljóst að sumum er í nöp við að ég lakki á mér neglurnar. Ég varð þreyttur á því að blokka svona marga aðganga. Þið þurfið að skilja að ef ykkur er illa við að ég lakki á mér neglurnar eða eitthvað annað sem ég geri, hættið þá að kaupa tónlistina mína og mæta á tónleika. Hypjið ykkur burt.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhrædd/ur við að kanna hluti og draga síðan af þeim lærdóm sem þú getur nýtt þér til framtíðar. Ekkert er eins vont og óvissan.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhrædd/ur við að kanna hluti og draga síðan af þeim lærdóm sem þú getur nýtt þér til framtíðar. Ekkert er eins vont og óvissan.