Titringur í bresku konungsfjölskyldunni

Harry Bretaprins skrifar nú sjálfsævisögu sem á að koma út …
Harry Bretaprins skrifar nú sjálfsævisögu sem á að koma út á næsta ári. AFP

Fregnir af því að Harry Bretaprins ætli sér að skrifa sjálfsævisögu sem kemur út á næsta ári hafa valdið titringi innan bresku konungsfjölskyldunnar. Sögulega séð hefur það ekki reynst konungbornu fólki vel að skrifa sjálfsævisögu. 

Samkvæmt heimildum BBC ræddi Harry stuttlega við fjölskyldu sína á dögunum og greindi henni frá ritun bókarinnar. Þá er haft eftir talsmanni hallarinnar að hann hafi ekki þurft að biðja um leyfi fyrir bókinni.

Prinsinn hefur lofað því að segja frá sínum verstu og bestu augnablikum á ævinni í bókinni og má búast við að hún muni að einhverju leyti fjalla um föðurfjölskyldu hans. Sögulega séð hefur það ekki reynst neinum vel að skrifa um reynslu sína af konungsfjölskyldunni, hvorki fyrrverandi starfsfólki né meðlimum. Flestir hafa verið settir út í kuldann og ekki átt afturkvæmt í höllina eftir það. 

Játvarður hertogi af Windsor, föðurbróðir Elísabetar II Bretlandsdrottningar og fyrrverandi konungur Bretlands, gaf til dæmis út æviminningar sínar, A King's Story, árið 1951. Eiginkona hans, Wallis Simpson, gaf út sína æviminningabók fimm árum síðar. Þau hjónin voru aldrei í sérstakri náð hjá konungsfjölskyldunni eftir það.

Hertogahjónin af Windsor gáfu bæði út æviminningabók.
Hertogahjónin af Windsor gáfu bæði út æviminningabók. mbl.is

Barnfóstran og kennarinn Marion Crawford, sem sá um Elísabetu og systur hennar Margréti prinsessu þegar þær voru litlar, gaf einnig út æviminningabók árið 1950 sem bar titilinn The Little Princesses. Crawford, sem hafði verið góð vinkona drottningarinnar, var gert að yfirgefa heimili sitt sem krúnan hafði eftirlátið henni og enginn úr konungsfjölskyldunni átti nokkur samskipti við hana eftir útgáfu bókarinnar.

Harry og eiginkona hans Meghan hertogaynja af Sussex sögðu sig frá konunglegum skyldum í upphafi síðasta árs og fluttu til Los Angeles. Þá gáfu þau út að þau myndu verða fjárhagslega sjálfstæð í náinni framtíð. Síðan þá hafa þau meðal annars farið í viðtal hjá Opruh Winfrey, viðtal sem reyndist skekja konungsfjölskylduna enn frekar. 

Mikið hefur verið fjallað um ósætti milli þeirra bræðra, Harrys og Vilhjálms Bretaprins undanfarin tvö ár. Þá var talið að bræðurnir hefðu að einhverju leyti sæst hinn 1. júlí síðastliðinn þegar þeir afhjúpuðu styttu af móður sinni, Díönu prinsessu heitinni, á 60 ára afmælisdegi hennar. 

Hvort Harry muni endanlega brenna allar konunglegar brýr að baki sér kemur í ljós þegar bókin kemur út, en breskir miðlar eru allir á sama máli; að nú sé prinsinn að ýta hressilega við konunglegu skútunni.

VIlhjálmur Bretaprins og Harry Bretaprins þann 1. júlí síðastliðinn.
VIlhjálmur Bretaprins og Harry Bretaprins þann 1. júlí síðastliðinn. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler