Ekki í pásu – sækir um skilnað

Scooter Braun er að skilja.
Scooter Braun er að skilja. AFP

Umboðsmaðurinn Scooter Braun sótti um skilnað frá eiginkonu sinni, Yael Cohen Braun, í Los Angeles á miðvikudaginn að því fram kemur á vef TMZ. Ekki er langt síðan hjónin voru bara sögð vera í stuttri pásu og skilnaður væri ekki á dagskrá. 

Braun vill fá sameiginlegt forræði með eiginkonu sinni yfir börnum þeirra þremur. Hann hefur einnig samþykkt að borga eiginkonu sinni framfærslueyri. Það þykir gefið að hann borgi einnig meðlag með börnum sínum. Hjónin giftu sig árið 2014 og gerðu kaupmála. 

Heimildarmaður TMZ segir að skilnaðurinn sé gerður í sátt og samlyndi. Hins vegar hafa hjónin farið fram og aftur og væri það ekki í fyrsta sinn sem stjörnuhjón hætta við að skilja ef svo fer.  

Braun er umboðsmaður Justins Bieber, Demi Lovato og Ariönu Grande. Sam­starf hans og tón­list­ar­kon­unn­ar Tayl­or Swift endaði reynd­ar illa. Swift sakaði Braun um að selja rétt­inn að tónlist henn­ar án henn­ar vit­und­ar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.