Stallone-systur fjölmenntu á frumsýningu

Sistine Rose Stallone, Scarlet Rose Stallone og Sophia Rose Stallone …
Sistine Rose Stallone, Scarlet Rose Stallone og Sophia Rose Stallone ásamt leikaranum Emile Hirsch. AFP

Systurnar Sistine, Sophia og Scarlet Stallone mættu á frumsýningu kvikmyndarinnar Midnight in the Switchgrass á mánudag. Systurnar vöktu mikla athygli en þær eru dætur leikarans Sylvesters Stallone og Jennifer Flavin. 

Sistine, sem er 23 ára, fór með hlutverk í myndinni og bauð systrum sínum, sem eru 24 ára og 19 ára, með sér á frumsýninguna. 

Sistine hóf feril sinn sem fyrirsæta en færði sig nýlega yfir í leiklistarheiminn líkt og pabbi hennar. Af Instagram-síðu pabbans að dæma er hann ákaflega stoltur af dóttur sinni en hann birti mynd af sjálfum sér að lesa blaðaumfjöllun um dætur sínar. 

„Hvar ætli stelpurnar mínar hafi verið undanfarið? Ég bara finn þær ekki,“ skrifaði Rocky-stjarnan. 

Hann birti einnig mynd af sér með dætrunum áður en þær fóru á frumsýninguna og sagðist vera einstaklega heppinn með dætur sínar. Hann óskaði þess þó að þær myndu sleppa því að verða svo hávaxnar.

Stallone með dætur sínar þrjár.
Stallone með dætur sínar þrjár. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.