Stungu af og giftu sig í leyni

Anna Faris er gift kona á ný.
Anna Faris er gift kona á ný. AFP

Leikkonan Anna Faris og Michael Barrett eru búin að ganga í það heilaga. Þessu greindi leikkonan frá í hlaðvarpsþáttunum sínum, Anna Faris is Unqualified, á dögunum. 

Parið gifti sig í Washington ríki og sagði Faris það hafa verið algjörlega frábært. „Það var í litlu héraðsþinghúsi í Washington-ríki, það var frábært,“ sagði Faris sem að öðru leyti tjáði sig ekki um brúðkaupið. 

Faris og Barrett kynntust árið 2017 eftir að hafa unnið saman að kvikmyndinni Overboard. Þau sáust fyrst saman í september það ár, mánuði eftir að Faris og fyrrverandi eiginmaður hennar, Chris Pratt, tilkynntu um skilnað sinn. 

Þau Barrett greindu svo frá trúlofun sinni í janúar á þessu ári en þá höfðu þau verið trúlofuð um nokkurra mánaða skeið. 

Faris og Pratt voru gift í átta ár en þar á undan var hún gift leikaranum Ben Indra frá 2004 til 2008.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.