Kom út sem trans á forsíðu Time

Tommy Dorfman er transkona.
Tommy Dorfman er transkona. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Tommy Dorfman, sem best þekkt er fyrir hlutverk sitt í þáttunum 13 Reasons Why, opnaði sig í forsíðuviðtali við tímaritið Time að hún væri trans. 

Dorfman notar nú kvenkynsfornöfn en ákvað að breyta ekki nafni sínu. Hún sagði í viðtalinu að hún hafi skilgreint sig sem konu í nokkurn tíma í einkalífinu en ekki þorað að opinbera það fyrr en nú. 

„Það sem þetta snýst um í dag er: ég er trans kona. Fornöfn mín eru hún/hennar. Ég heiti Tommy,“ sagði Dorfman. Hún sagði að henni hafi ekki fundist öruggt að koma opinberlega út úr skápnum fyrst, en þegar hún hóf ferlið fannst henni það svo fallegt að hana langaði til að hafa stjórn á sögu sinni. 

„Af hverju ætti ég ekki að leyfa heiminum að sjá hvernig þetta lítur út?,“ sagði Dorfman. 

Dorfman langaði ekki til að skipta um nafn af því hún var nefnd eftir móðurbróður sínum sem lést einum mánuði eftir að hún fæddist. „Ég tengi mjög mikið við þetta nafn, og föðurbróður minn sem hélt á mér í fanginu þegar hann var að deyja,“ sagði Dorfman. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.