Samband Lopez og Affleck opinberað á Instagram

Jennifer Lopez og Ben Affleck ásamt Leuh Remini.
Jennifer Lopez og Ben Affleck ásamt Leuh Remini. Skjáskot/Instagram

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez og leikarinn Ben Affleck mættu saman í afmælisveislu í Hollywood á dögunum. Afmælisbarnið, Leah Remini, birti mynd af sér með parinu á instagramsíðu sinni og sambandið því orðið opinbert á samfélagsmiðlum. 

Remini, sem er góð vinkona Lopez, bauð til heljarinnar garðveislu þar sem hún fagnaði fimmtugsafmælinu sínu. Þetta er í fyrsta sinn, eftir að parið tók saman á ný, að mynd af þeim saman birtist á samfélagsmiðli með þeirra samþykki og vitund.

Remini er með þeim á myndinni og horfir hún ásamt Lopez kröftuglega inn í linsuna. Affleck virðist hins vegar ekki vita hvar myndavélin er. 

Remini er þekktust fyrir leik sinn í gamanþáttunum King of Queens sem voru vinsælir um síðustu aldamót. „Hér læt ég fylgja stutt myndskeið af æðislegum myndum úr afmælinu mínu sem mig langar að deila með ykkur. Ég fékk svo mikla ást frá vinum og ættingjum á þessum yndislega degi sem og alla daga,“ skrifaði Remini við færsluna.

Michelle Visage, dómari í raunveruleikaþættinum Ru Paul Drag Race var …
Michelle Visage, dómari í raunveruleikaþættinum Ru Paul Drag Race var mætt í afmælið, lengst til hægri. Skjáskot/Instagram
View this post on Instagram

A post shared by Leah Remini (@leahremini)
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.