Vonast til þess að Beckham snúi aftur

Victoria Beckham
Victoria Beckham AFP

Söngkonan Mel C, úr stúlknahljómsveitinni Spice Girls, segist handviss um að Victoria Beckham myndi elska að syngja aftur með hljómsveitinni á tónlistarhátíð. Beckham var hluti af stúlknahljómsveitinni ásamt þeim Geri Haliwell, Emmu Bunton, Mel B og Mel C. 

„Á milli mín og þín, veit ég að frú Beckham mynd elska að koma fram á Glastonbury,“ sagði Mel C í breskum sjónvarpsþætti að því fram kemur á vef ET en gaf góðan fyrirvara um sannleiksgildi orða sinna. 

Kryddpíurnar fóru saman á tónleikaferðalag árið 2019 án Victoriu Beckham. Mel C segir Kryddpíurnar tala mikið um að koma saman aftur. „Við tölum stanslaust um að koma saman aftur á sviði af því að tónleikarnir 2019 voru frábærir og við myndum elska að koma fram aftur þegar heimurinn leyfir,“ sagði Mel C. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.