Allt búið hjá heitasta óskarsparinu

Hið lukkulega par, Paulina Porizkova og Aaron Sorkin, eru hætt …
Hið lukkulega par, Paulina Porizkova og Aaron Sorkin, eru hætt saman. AFP

Fyrirsætan Paulina Porizkova og leikstjórinn Aaron Sorkin hafa slitið ástarsambandi sínu. Frá þessu greindi Porizkova á Instagram á dögunum. Greint var frá því í apríl á þessu ári að þau væru í sambandi og slógu þau svo rækilega í gegn á óskarsverðlaunahátíðinni í lok mánaðarins.

Porizkova setti lyndistákn af brotnu hjarta yfir blaðamynd af þeim Sorkin saman. „Ég er svo þakklát fyrir tilvist hans í lífi mínu. Hann hjálpaði mér að endurheimta sjálfa mig. Það er í raun ekki til betri maður, sem er jafn raunverulega góður. Hann er snillingur, sniðugur, fyndinn og kynþokkafullur. En það skiptir ekki máli hversu mikið við vildum óska þess að við værum fiðraðir fuglar, við erum samt sem áður önd og gæs,“ skrifaði Porizkova við myndina og bætti við að hún myndi ekki tjá sig frekar um sambandsslitin. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.