Dóttir McGregors hlotið fullan bata

Systurnar Esther Rose McGregor og Clara McGregor
Systurnar Esther Rose McGregor og Clara McGregor AFP

Leikkonan Clara McGregor, dóttir stórleikarans Ewans McGregors, var bitin í nefið af kjölturakka fyrir mánuði en hún greindi frá því á instagramreikningnum sínum.

Hún hefur hlotið fullan bata og er stödd á tónlistar- og kvikmyndahátíðinni í Ischia á Ítalíu um þessar mundir, Daily Mail greinir frá. Myndir náðust af hinni 25 ára McGregor þegar hún stakk sér til sunds á hótelinu sem hún dvelur á meðan hátíðin stendur yfir. 

Leikkonan klæddist svörtum sundbol með djúpri hálslínu sem sýndi örlitla brjóstaskoru. Sniðið á sundbolnum náði hærra upp á mittið en það sem tíðkast í sundbolatískunni sem gerir það að verkum að leggirnir fá að njóta sín betur. 

Leikkonan Clara McGregor var bitinn í nefið af kjölturakka.
Leikkonan Clara McGregor var bitinn í nefið af kjölturakka. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi. Fólk er ekki að reyna að ergja þig þó að það geri mistök.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi. Fólk er ekki að reyna að ergja þig þó að það geri mistök.