Voru lengi vinir áður en ástarsambandið hófst

Blake Lively og Ryan Reynolds kynntust fyrst við tökur á …
Blake Lively og Ryan Reynolds kynntust fyrst við tökur á Green Lantern sem kom út árið 2011. Þau giftu sig árið 2012. AFP

Leikarahjónin Ryan Reynolds og Blake Lively voru vinir í rúmlega eitt og hálft áður en þau hófu ástarsamband. Reynolds minntist þess hvernig hann reyndi að heilla leikkonuna á meðan þau voru enn bara vinir í hlaðvarpsþættinum SmartLess á dögunum. 

„Ég kynntist Blake í myrkustu fellingu rassgats þessa heims, sem kallast Green Lantern,“ sagði Reynolds og vísar þar í ofurhetjukvikmyndina sem þau léku bæði í árið 2011. „Við vorum vinir og félagar í eitt og hálft ár áður en við fórum á tvöfalt stefnumót, en þá vorum við að hitta aðrar manneskjur,“ sagði Reynolds. 

Hann sagði þau hafa hangið saman og alltaf verið í einhverju sambandi áður en þau fóru á sitt fyrsta stefnumót.

„Það næsta sem ég veit er að hún er að fara til Boston, ég var á leið til Boston svo ég sagðist geta orðið samferða henni. Við tókum lestina saman. Ég var bara að grátbiðja hana að sofa hjá mér,“ sagði Reynolds. 

Þegar hlaðvarpsstjórnendurnir spurðu hvernig málin hefðu þróast eftir það sagði Reynolds að allt hefði gerst mjög hratt og það hefði verið líkast ævintýri. „Viku seinna stakk ég upp á að við keyptum hús saman, og við gerðum það,“ sagði Reynolds. 

Þau gengu í það heilaga í september 2012 og eiga þrjár dætur, James, Inez og Betty, sex, fjögurra og tveggja ára. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.