Mikil gleði á Bræðslunni

Magni Ásgeirsson tók lagið með Stuðmönnum í lok tónleikanna á …
Magni Ásgeirsson tók lagið með Stuðmönnum í lok tónleikanna á Bræðslunni. mbl.is/Ari Páll Karlsson

Tónlistarhátíðin Bræðslan var haldin með pomp og prakt í miklu blíðviðri á Borgarfirði eystri í gærkvöldi. Áskell Heiðar Ásgeirsson, forsvarsmaður Bræðslunnar, segir hátíðina hafa gengið eins og í sögu. 

„Þessi hópur sem heimsækir okkur er upp til hópa fjölskyldufólk sem kemur hingað til þess að skemmta sér og ekki neitt annað.“

Takmarkanir settu ekki strik í reikninginn 

Hann segir stemninguna hafa verið frábæra. 

„Svona hátíðir standa alltaf og falla með því hvernig veðrið er, eins og allir viðburðir á Íslandi að sumri til. En við unnum í veðurlottóinu enn eina ferðina og höfum sem betur fer oftast gert. Hér var fólk í alsælu, í yndislegri náttúru, í yndislegu veðri með frábæra tónlist, þannig að þetta fór allt saman afskaplega vel fram.“

Tónleikagestir á Bræðslunni skemmtu sér konunglega, með og án grímu.
Tónleikagestir á Bræðslunni skemmtu sér konunglega, með og án grímu. mbl.is/Ari Páll Karlsson

Nýjar innanlandstakmarkanir tóku gildi á miðnætti en það setti ekki strik í reikninginn. 

„Það mættu nú ekki allir eðlilega en hins vegar bættust líka við gestir í gærkvöldi svo fjöldinn var svipaður og síðustu ár. Þetta hafði lítil áhrif á hátíðina. Við höfum venjulega verið að klára um miðnætti en við flýttum dagskránni um klukkutíma og það voru allir komnir út vel fyrir tólf.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu daginn í dag til listsköpunar eða sæktu leikhús. Minjagripir eiga sérstakan sess í hjarta þínu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu daginn í dag til listsköpunar eða sæktu leikhús. Minjagripir eiga sérstakan sess í hjarta þínu.