Sakaður um að hafa misnotað táningsdreng

R. Kelly.
R. Kelly. AFP

Enn bætist í hóp þeirra sem segjast vera þolendur kynferðisofbeldis af hálfu tónlistarmannsins R. Kellys. Hann hefur nú verið ásakaður um að hafa misnotað 17 ára dreng sem hann á að hafa hitt á McDonald's árið 2006. 

Saksóknarar vilja að sönnunargögn um þetta, og aðra meinta glæpi sem Kelly hefur ekki verið kærður fyrir, verði tekin fyrir í réttarhöldum yfir Kelly sem fram fara í ágústmánuði. 

Eins og áður hefur verið greint frá hefur Kelly verið ákærður fyrir kynferðislega misnotkun gegn börnum, gerð ósæmilegs myndefnis af börnum, ofsóknir og hindrun réttvísinnar.

Á annan tug annarra meintra þolenda

Kelly hefur ávallt neitað ásökunum og hafa lögmenn hans ekki brugðist við þessum nýjustu fréttum. 

Saksóknarar vilja að kviðdómur fái að heyra ásakanir á annan tug annarra sem saksóknarar segja að Kelly hafi misnotað, hótað eða farið illa með. 

Þeirra á meðal er fyrrnefndur maður sem saksóknarar segja að hafi verið 17 ára þegar þeir Kelly hittust. 

Nánar má lesa um málið í frétt BBC.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.