Newsweek fjallar um rauðhærðasta Íslendinginn

Vigdís Birna, rauðhærðasti Íslendingurinn 2021, ásamt Fríðu Kristínu, viðburðastýru Akraneskaupstaðar.
Vigdís Birna, rauðhærðasti Íslendingurinn 2021, ásamt Fríðu Kristínu, viðburðastýru Akraneskaupstaðar. Ljósmynd/ Sunna Gautadóttir

Á dögunum greindi bandaríski fréttamiðillinn Newsweek frá því að á Íslandi væri keppt í hver væri rauðhærðasti Íslendingurinn á bæjarhátíðinni Írskir dagar sem haldin er árlega á Akranesi.

Í frétt Newsweek er greint frá sigurvegurum keppninnar og farið yfir sögu Akraneskaupstaðar. Þar er einnig fjallað um tengsl Íslendinga við Íra og vitnað í rannsókn sem S. Sunna Ebenesersdóttir gerði í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu frá 2018. Í rannsókninni er greint frá því að 30% Íslendinga hafi gelísk gen og sýnir hún einnig fram á mikinn innflutning fólks, þá aðallega kvenna, frá Bretlandi og Írlandi á tímum víkinga. 

Keppnin var haldin í tuttugasta og annað skiptið og alls voru 12 einstaklingar skráðir til leiks í ár. Vigdís Birna hreppti titilinn í ár og hlaut í verðlaun 50 þúsund króna gjafabréf frá Icelandair.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.