Britney frelsaði geirvörtuna

Britney Spears birti tvær myndir af sér berri að ofan …
Britney Spears birti tvær myndir af sér berri að ofan um helgina. Samsett mynd

Tónlistarkonan Britney Spears birti tvær myndir af sér um helgina þar sem hún er ber að ofan. Á fyrri myndinni heldur hún fyrir brjóst sín en á þeirri seinni heldur hún neðar um brjóstin og berar þannig geirvörtuna. 

Hún faldi þó geirvörtur sínar á seinni myndinni með tveimur stjörnum, enda geirvörtur kvenna með öllu bannaðar á samfélagsmiðlinum. 

Spears berst nú fyrir sjálfstæði sínu fyrir dómstólum og hefur borið vitni um þá meðferð sem hún hefur sætt undanfarin 13 ár. Faðir hennar var lögráðamaður hennar í 11 ár en steig tímabundið til hliðar vegna veikinda fyrir tveimur árum. 

Spears hefur barist með kjafti og klóm fyrir því að faðir hennar fái ekki stjórnina yfir henni aftur og hefur meðal annars fengið í gegn að hún fái að ráða sér einkalögmann sem fer nú fyrir málefnum hennar í dómsalnum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.