Segir instagram-hakkarann hafa falsað samskiptin

Ástrós Traustadóttir segir skilaboðin sem Instagram-hakkarinn birti vera fölsuð.
Ástrós Traustadóttir segir skilaboðin sem Instagram-hakkarinn birti vera fölsuð. Samsett mynd

Instagram-hakkarinn Kingsanchezx, sem leikið hefur íslenska áhrifavalda grátt á samfélagsmiðlinum undanfarnar vikur, birti í dag samskipti sem hann á að hafa átt við áhrifavaldinn Ástrós Traustadóttur. Ástrós segir skilaboðin fölsuð.

Í falsaða skjáskotinu virðist Ástrós bjóða honum 10 þúsund bandaríkjadali, eða um 1,2 milljónir króna, fyrir að loka aðgangi Sunnevu Einarsdóttur á Instagram varanlega. Mbl.is bar skjáskotið undir Ástrós.

„Sunneva er ein af mínum bestu vinkonum og það er bara hryllilegt að við séum að lenda í þessu,“ sagði Ástrós í samtali við mbl.is. Hún hvetur fólk til að tilkynna reikning hakkarans til stjórnenda Instagram. 

Hakkarinn komst inn á instagram-reikninga bæði Ástrósar og Sunnevu nýlega og lokaði aðgöngum þeirra í nokkra daga. Þær endurheimtu reikninga sína en hafa nú glatað þeim aftur í hendur hans. 

Auk þess að birta skjáskotið birti hakkarinn orðsendingu til áhrifavaldanna tveggja. „Eruð þið reiðar? Hvað ætlið þið að gera, borga pening fyrir að láta loka aðganginum mínum aftur?“

Fleiri áhrifavaldar á Íslandi hafa orðið fyrir barðinu á honum, þar á meðal Birgitta Líf Björnsdóttir, Binni Glee, Patrekur Jamie og Kristín Pétursdóttir. Flest hafa þau endurheimt reikningana sína.

Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.