Berir að ofan og studdir af æðri máttarvöldum

Conor McGregor hitti Justin Bieber og þeir voru saman berir …
Conor McGregor hitti Justin Bieber og þeir voru saman berir að ofan. AFP

Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber og írski bardagamaðurinn Conor McGregor hittust á dögunum í Beverly Hills í Bandaríkjunum og snæddu morgunverð saman á sólbekkjum. Það fór vel á með köppunum en þeim virðist ekki leiðast að láta mynda sig bera að ofan.

Þeir birtu báðir myndir af þessum stóra instagramhittingi, en Justin Bieber er tíundi á lista yfir vinsælustu instagramreikningana og McGregor er á top 100. „Morgunmatur meistara,“ segir Bieber og bættir við orðatiltækinu: „Aðalatriðið er að koma sterkur til baka.“

Conor McGregor hrósar svo Bieber fyrir fatamerkið sitt, Drew House, og óskar honum til hamingju með samstarfið við Balenciaga og segir: „JB og Stórfótur. Við stjórnum Beverly Hills! Guð blessi bróður minn! Studdir af æðstu öflum!“Bieber greindi frá því fyrir tveimur árum að hann ætti ættir að rekja til Írlands og var McGregor ekki lengi að stökkva á Biebervagninn og urðu þeir góðir vinir eftir það. Bieber mætti á bardaga McGregors á dögunum þar sem hann fótbrotnaði og um liðna helgi mætti McGregor á tónleika hjá Bieber í Los Angeles. Það má segja að þessir bræður séu duglegir að styðja hvor annan um þessar mundir.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.