Björgvin í þriðja sæti eftir aðra þraut

Annie Mist og Katrín Tanja eru meðal íslensku keppendanna.
Annie Mist og Katrín Tanja eru meðal íslensku keppendanna.

Annarri þraut heimsleikanna í crossfit lauk nú fyrir skömmu. Íslensku keppendurnir stóðu sig vel í þrautinni, Annie Mist hafnaði í sjöunda sæti í þrautinni og situr nú í 10. sæti í heildarkeppninni með 131 stig. 

Katrín Tanja Davíðsdóttir varð sautjánda til þess að ljúka þraut númer tvö og situr hún því í fjórtánda sæti með 116 stig. Þuríður Erla Helgadóttir lenti í átjánda sæti í þraut númer tvö og er hún nú í 23. sæti með 81 stig.  

Björgvin Karl Guðmundsson varð í 9. sæti í annarri þraut og situr nú í 3. sæti í heildarkeppninni með 161 stig. Einungis níu stigum frá hinum finnska Jonne Koski sem leiðir keppnina. 

Þriðja og síðasta þraut dagsins er nýhafin og má fylgjast með stöðu mála hér. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.