Annie efaðist um sjálfa sig fyrir leikana

Annie Mist Þórisdóttir á stönginni í gær.
Annie Mist Þórisdóttir á stönginni í gær. Skjáskot/Instagram

Crossfitstjarnan Annie Mist Þórisdóttir efaðist um sjálfa sig áður en blásið var til leiks á heimsleikunum í crossfit í Madison í gær. Í færslu á Instagram segist hún hafa mætt kvíðin til leiks. 

„Það er langt síðan ég steig út á keppnisgólfið síðast. Ég vissi ekki hvar ég stæði í samanburði við hinar stelpurnar og mér fannst ég ekki nógu góð eftir öðruvísi undirbúning fyrir leikana í ár. En ég sagði sjálfri mér að ég væri búin að leggja hart að mér í 12 mánuði og að ég ætti skilið að sýna sjálfri mér hvað í mér býr á keppnisgólfinu,“ skrifar Annie í færslunni. 

Annie er nú á sínu elleftu heimsleikum en í ár er fyrsta skiptið sem hún keppir eftir að hafa fætt dóttur sína. Eftir fyrsta keppnisdag er hún í 12. sæti af 36 keppendum. Hún vann leikana árin 2011 og 2012.

Í færslunni segist Annie vera stolt af frammistöðu sinni í gær. „Ég skildi ekkert eftir í tankinum í fyrstu, annarri og fjórðu þrautinni. Í þriðju þrautinni leyfði ég litla apanum í höfðinu að sigra mig. Ég sagði sjálfri mér að ég vissi ekki hversu hratt ég gæti hlaupið, hinar stelpurnar hlypu örugglega miklu hraðar þar sem ég hef ekki mikið hlaupið undanfarið en vildi bara ekki vera síðust,“ skrifar Annie. 

Þriðja þrautin fól í sér 502 metra spretthlaup og var Annie með 23. besta tímann af konunum. Hún segir crossfit vera jafn erfitt andlega og líkamlega.

Annie stígur aftur út á keppnisgólfið á heimsleikunum klukkan 16:45 á morgun. Hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni hér á mbl.is.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.