Hollywoodstjörnur skemmtu sér í afmælisteiti Beckinsale

Lily Sheen, Kate Beckinsale og kærasti Sheen, David Schechter
Lily Sheen, Kate Beckinsale og kærasti Sheen, David Schechter Skjáskot/Instagram

Enska leikkonan Kate Beckinsale blés til veislu í vikunni þegar hún hélt upp á 48 ára afmælið sitt í hópi góðra vina og ættingja. Dóttir Beckinsale, Lily Mo Sheen, var mætt í veisluna, en þær mæðgur höfðu ekki hist í tvö ár sökum heimsfaraldursins. 

Glatt var á hjalla í afmælinu eins og sjá má á myndum sem fylgja fréttinni. Þar má sjá dýrindisköku með stjörnublysum sem Sheen færði móður sinni í tilefni dagsins og fjörlegar glansmyndir af boðsgestum og pöndum.

Meðal gesta í afmælisteitinu var stjörnuparið söngkonan Rita Ora og nýsjálenski leikstjórinn Taika Waititi, leikararnir Damson Idris og Jai Courtney, tískumógúllinn Vas J. Morgan og leikkonan Laverne Cox úr sjónvarpsþáttunum Orange Is The New Black. Stjörnuljósmyndarinn Rony Alwin var fenginn til að mynda veisluna, en hann var ljósmyndari í afmælisveislu Anwars Hadids kærasta Dúu Lípu í lok júní.
Kate Beckinsale, Jay Courtney og Laverne Cox
Kate Beckinsale, Jay Courtney og Laverne Cox Skjáskot/Instagram
Rita Ora, Vas J. Morgan og Kate Beckinsale
Rita Ora, Vas J. Morgan og Kate Beckinsale Skjáskot/Instagram
Vas J. Morgan og Kate Beckinsale
Vas J. Morgan og Kate Beckinsale Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.