Í sambandi með yfirmanni sínum

Chrishell Stause og Jason Oppenheim eru í sambandi.
Chrishell Stause og Jason Oppenheim eru í sambandi. Skjáskot/Instagram

Selling Sunset-stjarnan Chrishell Stause og stofnandi fasteignasölunnar Oppenheim Group eru í sambandi. Stause vinnur fyrir Oppenheim Group og selur fasteignir í netflixþáttunum Selling Sunset. 

Stause opinberaði sambandið á Instagram í gær þegar hún birti mynd af þeim saman við strendur Capri. „JLo-áhrifin,“ skrifaði Stause en hið hamingjusama par Jennifer Lopez og Ben Affleck er einnig á Capri um þessar mundir.

„Við Chrishell urðum nánir vinir og það hefur þróast út í samband. Mér þykir virkilega vænt um hana og við erum mjög hamingjusöm saman,“ sagði Oppenheim í viðtali við People

Stause var áður gift leikaranum Justin Hartley en þau voru gift frá 2016 til 2018. Skilnaður þeirra olli miklu fjaðrafoki og var mikið fjallað um hann í fjölmiðlum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.