Kynsvall á Ólympíuleikunum: „Íþróttafólk er öfgafólk“

Keppendur á leikunum sofa á rúmum sem gerð eru úr …
Keppendur á leikunum sofa á rúmum sem gerð eru úr pappakössum. AFP

Augu heimsins beinast nú að Tókýó í Japan þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. Það sem fæstir fá þó að sjá er það sem gerist inni í Ólympíuþorpinu sjálfu, þar sem keppendur leikanna dvelja.

Á síðastliðnum áratugum hefur borið á flökkusögum um kynsvall keppenda, að því er greint frá í frétt Mirror.

„Kynlíf verður alltaf vandamál í þorpinu“

Kynlíf á raunar að vera svo stórt vandamál í þorpinu að skipuleggjendur Ólympíuleikanna hafa þurft að grípa inn í, meðal annars með því að skipta rúmum keppenda út fyrir minni rúm sem gerð eru úr pappa og hafa því minni burðargetu. Var það gert til að koma í veg fyrir að keppendur stundi á þeim hópkynlíf.

Susan Tiedtke, fyrrverandi langstökkvari, segir varúðarráðstafanir skipuleggjenda leikanna vera grátbroslegar.

„Fyrir mér er þetta kynlífsbann hlægilegt. Það virkar ekki neitt. Kynlíf verður alltaf vandamál í Ólympíuþorpinu,“ segir hún í samtali við þýska fréttamiðilinn Bild

„Keppendurnir eru í toppformi á Ólympíuleikunum. Þegar þeir hafa lokið keppni vilja þeir sleppa fram af sér beislinu.“

Fjölda smokka hef­ur verið dreift á Ólympíuleikunum síðan leikarnir áttu sér stað í Seúl árið 1988, í því skyni að vekja at­hygli á eyðni og al­næmi. Síðan þá hafa smokkaframleiðendur keppst við að mæta eftirspurn ástsjúkra ólympíufara.

Jafn mikið um kynlíf og íþróttir

En hvað er það sem keppendur gera á bak við luktar dyr í Ólympíuþorpinu?

Borðtennisstjarnan Matthew Syed keppti á leikunum í Barcelona árið 1992 og segist hann aldrei hafa stundað jafn mikið kynlíf og þá.

„Það er að segja tvisvar, sem hljómar kannski ekki mikið en fyrir 21 árs gamlan háskólanema með skakkar tennur var það kraftaverk,“ segir hann.

„Ég er oft spurður hvort það sé rétt að Ólympíuþorpið sé eitt stórt kynsvall og svarið mitt er alltaf það sama: það er hárrétt. Leikarnir í Barcelona snerust jafn mikið um kynlíf og þeir snerust um íþróttir, allavega fyrir okkur hreinu sveinana.“

Hópkynlíf í heitum potti

Seint á kvöldin er algengt að keppendur fari á milli herbergja og hengi sokk á hurðina sem merki um að vilja næði.

Einn keppenda hefur greint frá því hvernig sex keppendur á leikunum í Vancouver 2010 stunduðu hópkynlíf í heitum potti. Þá vill annar keppandi meina að með þeim hafi verið Hollywood-stjarna.

Kynlíf keppenda fer þó ekki aðeins fram í svefnherberginu heldur einnig úti á svölum og úti á miðju túni.

„Íþróttafólk er öfgafólk,“ segir bandaríski fótboltamaðurinn Hope Solo í samtali við ESPN. „Þegar þeir æfa eru þeir með leiserfókus. Þegar þeir fara út í drykk þá fá þeir sér 20 drykki.

Ég hef séð keppendur stunda kynlíf úti á almenningssvæðum. Bara á grasblettinum á milli húsa.“

„Þú getur sofið hjá nýrri konu á hverju kvöldi“

Ólympíuleikarnir í London árið 2012 voru engin undantekning ef marka ónafngreindan breskan karlkyns keppanda sem viðurkenndi í viðtali við MailOnline að hafa farið í ferkant með tveimur konum og og liðsfélaga sínum á leikunum.

„Þú getur sofið hjá nýrri konu á hverju kvöldi ef þú vilt það.“

Þá segir hann keppendur frá Bandaríkjunum og Austur-Evrópu hafa verið mest til í tuskið.

„Þeir eru svo afslappaðir.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.