Leynigestur á tónleikum eiginmannsins

Gwen Stefani mætti sem leynigestur á tónleika eiginmanns síns.
Gwen Stefani mætti sem leynigestur á tónleika eiginmanns síns. Skjáskot/Instagram

Bandaríska tón­listarparið Gwen Stef­ani og Bla­ke Shelt­on, sem gengu í það heilaga fyrr í mánuðinum, tók lagið saman á tónleikum Shelton í Nashville í Tennesseeríki á dögunum. 

Hinn 45 ára gamli kántrísöngvari kom tónleikagestum vægast sagt á óvart þegar hann kynnti óvænt upp á svið eiginkonu sína, Gwen Stefani, söngkonu hljómsveitarinnar No Doubt. Þegar Shelton kynnti hana notaði hann nafnið „Gwen Stefani Shelton“. Parið tók dúett saman við lagið „Happy Anywhere“ að viðstöddu fullu húsi í Nashville sem oft hefur verið nefnd tónlistarborg Bandaríkjanna. Fréttinni fylgir myndskeið af flutningnum.

Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú ertu loks tilbúinn til að gera þær breytingar sem staðið hafa fyrir dyrum um nokkurn tíma. Sambönd halda áfram að vera ögrandi og eitthvað mikilvægt gerist í kvöld.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú ertu loks tilbúinn til að gera þær breytingar sem staðið hafa fyrir dyrum um nokkurn tíma. Sambönd halda áfram að vera ögrandi og eitthvað mikilvægt gerist í kvöld.