Þarf að borga fyrrverandi háar greiðslur

Kelly Clarkson.
Kelly Clarkson. AFP

Tónlistarkonan Kelly Clarkson þarf að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum Brandon Blackstock hátt í 200 þúsund bandaríkjadali í framfærslueyri og meðlag í hverjum mánuði. Clarkson sótti um skilnað við Blackstock í júní á síðasta ári eftir sjö ára hjónaband. 

Erfiðlega hefur gengið að ná samningum í skilnaðinum en dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að frá og með 1. apríl síðastliðnum ætti Clarkson að greiða Blackstock framfærslueyri. 

Clarkson hefur reynt að komast hjá því að greiða honum framfærslueyri eftir skilnaðinn. 

Clarkson þarf að borga 150 þúsund bandaríkjadali í framfærslueyri á mánuði og 45 þúsund í meðlag. Saman eiga þau dótturina River Rose sjö ára og soninn Remington fimm ára. 

Hún þarf einnig að greiða lögfræðikostnað Blackstocks sem nemur 1,25 milljónum bandaríkjadala. 

Í úrskurði dómara kemur einnig fram að Blackstock hafi lagt feril sinn sem umboðsmaður til hliðar og ætli að vera bóndi á búgarði sínum í Montana. 

Page Six

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.