X Factor ekki aftur á skjáinn

Tónlistarmógúllinn Simon Cowell er höfundur þáttanna.
Tónlistarmógúllinn Simon Cowell er höfundur þáttanna. AFP

Breska sjónvarpsstöðin ITV stefnir ekki að því að framleiða aðra seríu af raunveruleikaþáttunum X Factor. Síðasta sería af þáttunum fór í loftið árið 2018 en viðhafnarsería af þáttunum var gefin út árið 2019. 

Sjónvarpsmaðurinn Simon Cowell er höfundur þáttanna og var dómari í þeim um tíma. Þeir nutu mikilla vinsælda á fyrsta áratug þessarar aldar og voru um tíma vinsælustu þættir Bretlands. Vinsældir þeirra hafa dvínað á síðustu árum. 

Bandarísk útgáfa af þáttunum var sýnd vestanhafs á árunum 2011 til 2013 en þeir bresku fóru fyrst í loftið árið 2004. Í kringum 2010 mældist áhorfið mest þegar 17 milljónir sáu Matt Cardle sigra í keppninni en að meðaltali horfðu um 10 milljónir á þættina á þeim tíma. 

Árið 2018 horfðu hins vegar bara um 5,3 milljónir á þættina að meðaltali. 

https://www.bbc.com/news/entertainment-arts-58009824

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson