Auddi, Steindi og Egill kynna Blökastið

Fm95blö bræður kynna nýtt hlaðvarp. Eðli málsins samkvæmt heitir það …
Fm95blö bræður kynna nýtt hlaðvarp. Eðli málsins samkvæmt heitir það Blökastið. Ljósmynd/Aðsend

Þeir Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi Jr.) og Egill Einarsson eru með nýtt hlaðvarp í smíðum. Mun hlaðvarpið heita „Blökastið“ og verður það eingöngu fáanlegt í áskrift á fm95blo.is. Þetta kemur fram í tilkynningu um hlaðvarpið.

Í tilkynningunni segir að „strákarnir lofi því að þetta verði skemmtilegasta hlaðvarp landsins, jafnvel í Evrópu“. Munu þættirnir þá koma út vikulega, alla þriðjudaga. Föstudagsþáttur Fm95blö verður þó á sínum stað alla föstudaga milli fjögur og sex.

Tekið er fram að með Blökast-áskrift fái aðdáendur útvarpsþáttarins fjóra aukaþætti í hverjum mánuði í formi hlaðvarps, ásamt ýmiss konar skemmtilegu aukaefni. Stefnt er að því að þættirnir verði af og til teknir upp og gefnir út á myndbandsformi og stundum einnig í beinni útsendingu héðan og þaðan um heiminn.

Áskriftin kostar 1.390 krónur á mánuði og inniheldur samkvæmt tilkynningu nýjan þátt á hverjum þriðjudegi, einstaka aukaþátt á myndbandsformi, óvænt aukaefni og aukaumræður.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú ertu loks tilbúinn til að gera þær breytingar sem staðið hafa fyrir dyrum um nokkurn tíma. Sambönd halda áfram að vera ögrandi og eitthvað mikilvægt gerist í kvöld.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú ertu loks tilbúinn til að gera þær breytingar sem staðið hafa fyrir dyrum um nokkurn tíma. Sambönd halda áfram að vera ögrandi og eitthvað mikilvægt gerist í kvöld.