Fylgdist með syni sínum verða að dóttur sinni

Jamie Lee Curtis.
Jamie Lee Curtis. AFP

Leikkonan Jamie Lee Curtis greindi frá því í forsíðuviðtali við AARP tímaritið að dóttir hennar Ruby væri transkona. Ruby á Curtis með eiginmanni sínum Christopher Guest og er hún yngsta barn þeirra. 

Curtis sagði þau Guest „hafa fylgst af aðdáun og stolti með syni sínum verða að dóttur sinni“. Hún greindi einnig frá því að Ruby og unnusti hennar stefndu að því að ganga í það heilaga á næsta ári og ætlar Curtis að gefa þau saman. 

Curtis og Guest eiga eina aðra dóttur, Annie, sem er 35 ára og vinnur sem danskennari. Þau eiga engin barnabörn enn en Curtis sagðist vonast til þess að eignast þau í framtíðinni.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.