Þora ekki að taka áhættu

Scarlett Johansson á frumsýningu nýjustu Marvel-myndarinnar, Black Widow, þeirri 24 …
Scarlett Johansson á frumsýningu nýjustu Marvel-myndarinnar, Black Widow, þeirri 24 frá árinu 2008. AFP

Þegar litið er yfir framboð kvikmynda í kvikmyndahúsum hér á landi um helgina er eitt sem stendur upp úr. Í dag, sunnudag, eru 11 myndir í boði í bíóhúsum Sambíóanna. Af þeim eru allar nema ein, teiknimyndin Flummurnar, byggðar á áður útgefnu efni. Myndin sem sýnd er oftast er myndin Jungle Cruise sem byggð er á tæki í skemmtigarðinum Disneyland. Sjö af myndunum 11 eru byggðar á öðrum kvikmyndum, þ.e. eru framhaldsmyndir eða endurgerðir af gömlum myndum.

Þetta framboð virðist endurspegla þróun sem hefur átt sér stað í Hollywood síðustu ár og áratugi; framleiðslufyrirtækin virðast stóla á kvikmyndir byggðum á efni sem áhorfendur kannast við og reyna þannig að nýta sér vinsældir þess. Gamlir karakterar í nýjum aðstæðum eða nýir karakterar í þekktum aðstæðum. Ekkert kemur á óvart, allt fylgir sömu formúlunni. Við lifum á tímum hagnaðarsjónarmiða en kvikmyndir sem listform eiga undir högg að sækja.

Hræðast áhættu

Ef litið er á 20 tekjuhæstu kvikmyndir hvers árs á heimsvísu sést að fjöldi þeirra mynda sem byggjast á öðrum myndum hefur aukist talsvert síðustu 30 árin. Árið 1993 voru tvær af 20 tekjuhæstu myndunum byggðar á öðrum myndum en árið 2018 voru þær 16 og árið 2019 voru allar 10 tekjuhæstu myndirnar byggðar á öðrum kvikmyndum.

Stóra ástæðan fyrir þessari þróun virðist vera áhættufælni kvikmyndastúdíóa. Gífurlegar fjárhæðir fara í framleiðslu stærstu kvikmynda heims og ef kvikmyndin er byggð á efni sem vitað er að dregur marga í bíó tekur framleiðandinn um leið mun minni áhættu. Þetta hefur gefist vel eins og árangur kvikmyndanna sem byggðar eru á söguheim Marvel-myndasagnanna sýnir.

„Þú einblínir á efni þar sem fólk hefur tilfinningu fyrir söguhetjunum og hefur tilfinningu fyrir framvindunni, fyrir söguþræðinum,“ sagði Walt Hickey, sérfræðingur í dægurmálum hjá FiveThirtyEight við ABC-fréttastofuna árið 2017. Þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að svo vinsælt hefur orðið að gera framhaldsmyndir en einnig að endurgera gamlar myndir eða sjónvarpsþætti sem hafa notið vinsælda hjá einni kynslóð og vonast er til að geri hið sama hjá annarri.

Virðist þarna búið að finna ákveðinn eiginleika mannlegs eðlis: við viljum sjá eitthvað sem við þekkjum. Við viljum ekki sjá sömu myndina aftur og aftur heldur sömu persónurnar að takast á við ný vandamál eða sömu söguna í nýjum búningi. Má segja að þetta sé að einhverju leyti tilkomið af okkar eigin áhættufælni; við veljum frekar það sem við könnumst við og vitum að verður allavega ágætis afþreying frekar en að taka áhættuna og sjá það sem við þekkjum ekki.

Nánar er fjallað um endurgerðar kvikmyndir og framhaldsmyndir í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson