Gengur á ný eftir slysið í Kongó

Leikkonan Ashley Judd er farin að ganga á ný.
Leikkonan Ashley Judd er farin að ganga á ný. AFP

Leikkonan Ashley Judd er farin að ganga á ný fimm mánuðum eftir að hún mölbraut á sér fótlegginn djúpt inni í regnskógi Kongós. 

Judd birti myndband af sér að ganga í þjóðgarði í Sviss þar sem hún fagnaði árangrinum. „Í dag, fimm mánuðum og þremur vikum eftir slysið í Kongó, gekk ég aftur og gott betur,“ skrifaði Judd við myndbandið. 

Beinbrot Judd var gríðarlega slæmt og ekki útséð um hvort hún myndi halda fætinum eða ekki. Hún féll um stóran trjádrumb inni í skóginum og brotnaði á fjórum stöðum. Það tók 55 tíma að koma henni á spítala og í aðgerð. 

Hún lýsir því að læknar hafi haft áhyggjur af því að hún myndi hljóta varanlegan taugaskaða. Þá voru bestu spár þeirra að hún myndi byrja að hreyfa fótinn ári eftir slysið. 

„Fóturinn verður aldrei eins. Þetta er nýr fótur og ég elska hann. Við erum vinir. Við höfum unnið þrekvirki og við eigum magnað líf fram undan,“ sagði Judd. 

View this post on Instagram

A post shared by Ashley Judd (@ashley_judd)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.