Greindist með lungnakrabbamein

Kathy Griffin.
Kathy Griffin. AFP

Grínistinn Kathy Griffin greindi frá því á dögunum að hún hefði greinst með lungnakrabbamein. Hin sextuga Griffin sagðist vera á leið í aðgerð þar sem helmingur vinstra lunga hennar yrði fjarlægður. 

Hún sagðist mjög vongóð um að krabbameinið hefði ekki dreift sér lengra þar sem það er aðeins á fyrsta stigi. 

„Ég ætti að vera orðin hress og við fulla heilsu eftir um mánuð eða svo,“ skrifaði Griffin í færslu á samfélagsmiðlum. „Læknarnir eru mjög bjartsýnir þar sem þetta er á fyrsta stigi og bundið við vinstra lungað. Vonandi þarf ég ekki að fara í lyfja- og geislameðferð eftir þetta og ég ætti að fá fulla öndun aftur,“ skrifaði Griffin.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Vertu óhræddur við að þiggja aðstoð þeirra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Vertu óhræddur við að þiggja aðstoð þeirra.