Opinbera ástarsamband sitt

Rita Ora og Taika Waititi
Rita Ora og Taika Waititi AFP

Söngkonan Rita Ora og leikarinn Taika Waititi opinberuðu ást sína í gær þegar þau mættu í fyrsta sinn saman á rauða dregilinn í Hollywood. Þetta var við frumsýningu myndarinnar The Suicide Squad sem hinn 45 ára Waititi leikur í. Parið virtist sérlega hamingjusamt í fasi ef marka má myndirnar.

Ora var í hvítum dragtarkjól sem var opinn í bakið, með síðum ermum og slaufu á afturendanum. Athyglisverður klæðnaður sem hin þrítuga söngkona bar afar vel. Waititi var í gráum jakkafötum og hvítri skyrtu, jakkafatabuxurnar voru stuttar sem virðist vera nokkuð í tísku þessa dagana. 

Fyrst fór að fréttast af sambandi þeirra Ora og Waititi í apríl síðastliðinn eftir að Ora birti mynd af þeim saman á Instagram. Þá höfðu þau verið að hittast í um mánuð og farið á fjölda stefnumóta í Sydney í Ástralíu.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.