Tiktokstjarna skotin til bana

Anthony Barajas lést af sárum sínum.
Anthony Barajas lést af sárum sínum. Skjáskot/Instagram

Tiktokstjarnan Anthony Barajas er látinn 19 ára að aldri. Barajas særðist í skotárás í kvikmyndahúsi í Corona í Suður-Kaliforníu á mánudaginn fyrir viku. Hann lést af sárum sínum í síðustu viku. 

Barajas var í kvikmyndahúsinu ásamt vini sínum Rylee Goodrich. Goodrich var úrskurðaður látinn á staðnum en báðir voru þeir skotnir í höfuðið. Tvítugur karlmaður hefur verið handtekinn í tengslum við málið, Joseph Jimenez, og hefur hann verið ákærður fyrir eitt morð og tilraun til manndráps. Ákærurnar voru lagðar fram áður en Barajas lést.

Samkvæmt lögreglu í Corona bendir ekkert til þess að Barajas og Goodrich hafi haft tengsl við árásarmanninn. Þá telur lögregla vinsældir Barajas á TikTok ekki tengjast árásinni. 

Barajas var þekktur undir nafninu itsanthonymichael á samfélagsmiðlum og var með yfir milljón fylgjendur á TikTok.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.