Gera kröfu um bólusetningu fyrir Met Gala

Anna Wintour, ritstjóri Vogue, er forseti stjórnar Met Gala.
Anna Wintour, ritstjóri Vogue, er forseti stjórnar Met Gala. AFP

Allir gestir á Met Gala-hátíðinni sem ráðgert er að fari fram í haust þurfa að vera bólusettir. Þá verður grímuskylda innanhúss nema þegar matvæla eða drykkja er neytt. Met Gala er einn stærsti tískuviðburðurinn á meðal ríka og fræga fólksins en honum var aflýst í fyrra og frestað í ár vegna heimsfaraldursins. 

Met Gala verður haldið mánudaginn 13. september á Metropolitan-listasafninu í New York, en hefðinni samkvæmt hefði það átt að fara fram fyrsta mánudag í maí.

Þema hátíðarinnar er In America: A Lexicon of Fashion. Þau Billie Eilish, Naomi Osaka, Amanda Gorman og Timothée Chalamet verða kynnar hátíðarinnar ásamt Tom Ford og Önnu Wintour, ritstjóra Vogue. 

Þetta er ekki fyrsti viðburðurinn í tískuheiminum sem mun krefjast þess að gestir verði bólusettir en allir gestir á tískuvikunni í New York í september þurfa að sýna fram á bólusetningu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um grímuskyldu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant