Ætíð vongóð um að finna ástina að nýju

Susan Sarandon er opin fyrir ástinni.
Susan Sarandon er opin fyrir ástinni. AFP

Hin 74 ára gamla leikkona Susan Sarandon er ekki búin að gefa upp vonina um að finna ástina að nýju. Hún segist ætíð vera vongóð en er hrædd um að tækifærin séu runnin henni úr greipum. 

„Varðandi ástarsamband, þá veit ég ekki. Þær dyr gætu hafa lokast, ég er alltaf vongóð, en ekki örvæntingarfull,“ sagði í Sarandon í viðtali við People

Hún segir að ef hún finni ekki elskhuga væri hún til í að finna sér ferðafélaga. „Ég væri til í ferðafélaga, karl, konu, aldur skiptir ekki máli. En ég væri til í að finna manneskju sem er til í ævintýri. Og ég vil líka finna manneskju sem hefur ástríðu fyrir því sem hún gerir, hvað sem það er,“ sagði Sarandon. 

Heimsfaraldurinn hefur gert henni, sem öðrum, erfitt um vik að kynnast nýju fólki, hvort sem það er í rómantískum tilgangi eða ekki. „Ætli ég sé ekki að reyna að segja að ég sé opin. Covid er ekki hið fullkomna ástand til að leita sér að maka, þannig að ég veit ekki, en ég er ofboðslega hamingjusöm núna að skapa minningar með börnum mínum,“ sagði Sarandon. 

Sarandon á dótturina Evu Ammuri með ítalska leiksstjóranum Franco Amurri og synina Jack Henry og Miles með leikaranum Tim Robbins. 

Hún var í sambandi með Jonathan Bricklin á árunum 2010 til 2015.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.