Beint: Ekki vera hökkuð!

Hallfríður Jónsdóttir er samfélagsmiðlasérfræðingur hjá Pipar/TBWA, Pipar/Engine og Ghostlamp.
Hallfríður Jónsdóttir er samfélagsmiðlasérfræðingur hjá Pipar/TBWA, Pipar/Engine og Ghostlamp. Ljósmynd/Pipar/TBWA

mbl.is í samtarfi við auglýsingastofuna Pipar/TBWQ, Pipar/Engine og Ghostlamp bjóða upp á 45 mínútna vefnámskeið um öruggi á samfélagsmiðlum. Hallfríður Jóhannsdóttir er samfélagsmiðlasérfræðingur og mun fara yfir það hvernig fólk og frirtæki geta komið í veg fyrir að netþrjótar hakki sig inn á reikningana þeirra og hvernig er hægt að bera kennsl á og forðast vefveiðar.

Hvernig hakka netþrjótar sig inn á samfélagsmiðla og hvernig er hægt að koma í veg fyrir það? Ertu hrædd(ur) um Instagrammið þitt eða hefur einhver hakkað sig inn á auglýsingareikninginn þinn eða Facebook Business Manager? Hverjar eru afleiðingarnar? Hvað getur þú gert til að tryggja öryggi þinna reikninga? 

Hallfríður mun leitast við að svara þessum spurningum og gott betur á vefnámskeiðinu sem hægt er að skrá sig á vefnámskeiðið á vef Pipar/TBWA.

„Við hjá Pipar\TBWA, The Engine og Ghostlamp höfum mjög mikla reynslu og þekkingu á öllu sem viðkemur samfélagsmiðlum, þar á meðal öryggismálum og öruggri notkun samfélagsmiðla,“ segir Hallfríður.

„Samfélagsmiðlar eru stór hluti af daglegu lífi fólks og mikilvægur þáttur í rekstri fyrirtækja. Að lenda í hakki getur því verið mikið áfall, bæði fyrir fólk og fyrirtæki,“ segir hún. „Þess vegna viljum við deila okkar þekkingu um öryggi á samfélagsmiðlum og örugga notkun þeirra ókeypis, af því þetta skiptir fólk raunverulegu máli,“ segir Hallfríður.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.