Stefnir á að missa 35 kíló

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef verið að passa mataræðið og einbeita mér að prótínríku mataræði, en þarna hafði ég ekki gætt nóg að mér og var orðinn nokkuð svangur,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, en hann setti fyrr í kvöld á instagramsíðu sína myndskeið af sér að borða ekta íslenskt nautahakk beint úr umbúðunum. 

Sigmundur er nú á ferðalagi um Ísland, og var hann staddur á Djúpavogi þegar hungrið svarf að. Fór hann þá í búðina þar til þess að finna sér orkugjafa. „Og þegar ég var að skoða kostina þar sýndist mér sem þetta fína íslenska nautahakk með um 7% fituinnihald væri langbesti kosturinn.“ Sigmundur Davíð hafði hins vegar ekki fjárfest í ferðagrilli, og því varð sá kostur ofan á að borða kjötið hrátt, líkt og sést á instagramsíðunni.

„Ég myndi aldrei borða erlent kjöt hrátt vegna sýklahættu og ýmiss konar lyfjagjafar sem þar tíðkast,“ segir Sigmundur Davíð. Hann hugsi sig hins vegar ekki tvisvar um að borða íslenskt nauta- eða lambakjöt hrátt. Hann segist stundum borða hráa kjötrétti eins og boeuef tartare og þess háttar.

Íslenski kúrinn sá fyrsti sem virkaði

Aðspurður hvort hann sé þá enn á „íslenska kúrnum“ svonefnda segir Sigmundur Davíð að svo sé reyndar ekki. „En íslenski kúrinn var fyrsti megrunarkúrinn sem ég fór í sem virkaði,“ segir hann. Í því fólst að hann gat borðað allt sem framleitt var á Íslandi, allt frá kjöti yfir í íslenskt sælgæti. „En þegar maður borðar bara íslenskt þarf maður um leið að neita sér um margt sem ekki er framleitt hérna, og sú takmörkun virkaði prýðilega.“

Nú hafi hann gengið skrefinu lengra með því að einbeita sér að prótínríku mataræði, og segir Sigmundur Davíð það hafa gengið ágætlega og vonar hann að á morgun, þegar hann stígi á vigtina, verði 30 kg horfin frá því sem var þegar hann var þyngstur. „Helst á morgun, en annars vil ég ná því takmarki fyrir miðjan mánuðinn. Svo stefni ég að því að missa 35 kíló áður en ég leyfi mér aftur sumt það sem ég hef neitað mér um,“ segir Sigmundur Davíð að lokum.

Instagramsíða Sigmundar Davíðs

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant