Borgaði sjálf fyrir háskólanámið

Lourdes Leon og Madonna.
Lourdes Leon og Madonna. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Lourdes Leon, dóttir söngkonunnar Madonnu og Carlos Leon, segist sjálf hafa borgað fyrir háskólanám sitt. 

Leon prýðir forsíðu bandaríska Vogue í september ásamt fleiri ungum fyrirsætum. Í viðtalinu sagði hún fólk oft draga rangar ályktanir um hana af því hún á fræga móður.

„Fólk heldur að ég sé hæfileikalaus krakki sem á ríka foreldra og fær allt upp í hendurnar, en ég er það ekki,“ sagði Leon.

Leon er elsta barn Madonnu og stendur á eigin fótum. Hún býr í Brooklyn í New York, langt frá glamúr Hollywood. Þær Leon og Madonna eiga eitt stórt áhugamál sameiginlegt og það er dans.

„Einn kennarinn minn kom mér í skilning um dans á allt annan hátt. Maður notar líkamann til að skilgreina rýmið í kringum sig – til að breyta því,“ sagði Leon.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.