Klipping Kardashian hrífur kærastann

Kourtney Kardashian komin með síða bob-klippingu.
Kourtney Kardashian komin með síða bob-klippingu. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian skellti sér í klippingu á dögunum og skartar nú svokallaðri bob-klippingu eða jafnsíðu hári allan hringinn. Kardashian deildi mynd af sér á Instagram með nýju klippinguna og hefur fengið mikið hrós.

Meðal þeirra sem hrósa nýju klippingunni er kærastinn hennar, Travis Barker, trommuleikari hjólabrettapönkhljómsveitarinnar Blink 182. Barker virðist kampakátur með nýja klippingu hinnar 42 ára Kardashian og sagði hana fullkomna.

Austurríski hárgreiðslumeistarinn Peter Savic klippti Kardashian. Hann hefur lengi unnið náið með frægustu stjörnum heims, vann til að mynda með Madonnu á hátindi ferils hennar í byrjun tíunda áratugarins. Í dag starfar Savic á fegurðarstofunni Opus í Los Angeles-borg.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.