Réttarhöld hafin yfir R. Kelly

R. Kelly hefur setið í gæsluvarðhaldi í nærri tvö ár.
R. Kelly hefur setið í gæsluvarðhaldi í nærri tvö ár. AFP

Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hófust í dag í New York-borg í Bandaríkjunum Kelly, sem heitir réttu nafni Robert Sylvester Kelly, er meðal annars sakaður um fjársvik og kynferðisofbeldi. Hann neitar alfarið sök. 

Kelly var vinsæll í R&B-tónlistarheiminum á tíunda áratug síðustu aldar með lögum eins og I Believe I Can Fly og Bump n' Grind. Brot hans spanna um 20 ár og ef hann verður dæmdur sekur gæti hann átt yfir höfði sér nokurra áratuga langan fangelsisdóm.

Máli hans hefur verið líkt við skipulagðri glæpastarfsemi þar sem að hann var höfuðpaurinn og lokkaði til sín ungar konur og stelpur undir lögaldri til þess að stunda kynlíf með. Umboðsmenn og fleira fólk í nánasta starfsliði Kelly var svo í því að hylma yfir brot hans.

Maria Melendez saksóknari í máli Kelly.
Maria Melendez saksóknari í máli Kelly. AFP

Í máli Maria Melendez saksóknara kom fram í dag að Kelly hafi tekið upp ýmsar athafnir fórnarlamba sinna og síðan hótað að sýna upptökurnar. „Réttarhöldin snúast um rándýr,“ sagði Melendez í upphafsræðu sinni í dag.

Þá á hann að hafa nánast haldið fórnarlömbum sínum föngum með því að stjórna hvenær þær mættu borða og fara á salernið. Þá máttu þær ekki líta á aðra karlmenn. Kelly er einnig sakaður um að hafa misnotað 17 ára dreng.  

Kelly hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í nærri tvö ár eftir að dómari hafnaði beiðni hans um lausn gegn tryggingu.

Frétt á vef BBC.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant