Sjálfsþekkingin er grunnurinn

Sandra Björg Helgadóttir er fjölhæfur þjálfari og jógakennari en hún rekur æfingaprógramið „Absolute Training“. Í því er áhersla bæði lögð á líkamlega og andlega þjálfun. Sandra er gestur Dóru Júlíu í Dagmálaþætti dagsins en hún leggur mikið upp úr andlegri þjálfun þar sem eitt hið mikilvægasta sé að læra inn á sjálfan sig.

„Fyrir mér er andleg þjálfun að læra að þekkja sjálfan sig, vita hvað þig langar og læra svo að fylgja því eftir. Það er í rauninni þjálfunin sem við gerum í Absolute Training, frá ári til árs. Þetta er heils árs prógram og fylgir þér í rauninni,“ segir Sandra og bætir við: „Ég mun stunda þetta alla ævi, af því að það eru æfingar þarna inni sem þú þarft að endurskoða reglulega. Hvað langar mig, hvað er ég ánægð með í lífinu í dag, hvað gæti ég verið ánægðari með, er eitthvað sem mig langar að breyta eða hafa öðruvísi? Kannski er ég bara ótrúlega ánægð með allt og langar ekki að breyta neinu, það er bara geggjað líka.“

Samkvæmt Söndru er sjálfsskoðunin stöðug vinna sem getur haft virkilega uppbyggileg áhrif. Í þessu, eins og svo mörgu öðru, er mikilvægt að fara ekki í samanburð eða halda að aðrir séu algjörlega með hlutina á hreinu.

„Í grunninn finnst mér mikilvægast af öllu að þekkja sjálfan sig. Og þegar ég segi að vita hvað þig langar og þekkja sjálfan sig og allt svona, þá er kannski ungt fólk sem að hugsar bara: Vá ég veit ekkert hvað mig langar.“ Þau séu þó alls ekki ein á báti um það.

„Ég vissi ekkert hvað mig langaði og veit það eiginlega ekki enn þá. En ég hef einhverjar hugmyndir skilurðu. Þannig að mér finnst rosalega mikilvægt líka að fólk átti sig á því þegar það hlustar á mig eða einhvern svona sem er með einhverja skýra stefnu eða markmið. Að halda ekki að ég sé bara með allt á hreinu og viti alltaf hvað mig langar, það er svo langt frá því. En með því að gefa mér smá tíma í að svara ákveðnum spurningum um sjálfa mig, bara á blað, þá kemst ég kannski pínulitlu skrefi nær því hvað mér finnst skemmtilegt og hvað mig dreymir um og þá get ég farið að taka þessi litlu skref í áttina að því.“

Þátt­ur­inn í heild sinni er aðgengi­leg­ur áskrif­end­um Morg­un­blaðsins hér en einnig er hægt að sjá hann og aðra Dag­málaþætti með vikupassa

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant