Skilja eftir 33 ára hjónaband

Dell og Sonya Curry eru að skilja.
Dell og Sonya Curry eru að skilja. Skjáskot/Instagram

Sonya og Dell Curry, foreldrar NBA-leikmannanna Stephen og Seth Curry, eru að skilja. Sonya sótti um skilnað við Dell í júní síðastliðnum. 

„Eftir að hafa skoðað það að skilja að borði og sæng í gegnum árin og eftir að hafa hugsað málið vandlega, höfum við komist að þeirri niðurstöðu að ljúka hjónabandi okkar. Þessu fylgir mikil sorg en við höldum áfram að einblína á hamingju fjölskyldunnar í framtíðinni,“ sögðu Sonya og Dell í viðtali við People. 

Auk þeirra Stephen og Seth sem gert hafa gott mót í körfuboltanum vestanhafs eiga þau dótturina Sydel. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að komast hjá því að verkefnaskrá þín lengist í dag. Taktu ekki of mikið mark á hugsunum þínum í dag því þær markast af skorti á sjálfstrausti.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að komast hjá því að verkefnaskrá þín lengist í dag. Taktu ekki of mikið mark á hugsunum þínum í dag því þær markast af skorti á sjálfstrausti.