Klara sagði „í ferli“ 17 sinnum á undir 7 mínútum

Klara Bjartmarz sagði að málin væru í ferli sautján sinnum …
Klara Bjartmarz sagði að málin væru í ferli sautján sinnum í einu og sama viðtalinu.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði orðin „í ferli“ sautján sinnum í viðtali Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Viðtalið var um sex og hálf mínúta. Klara var til viðtals eftir fund stjórnar KSÍ þar sem ákveðið var að stjórn sambandsins myndi segja af sér.

Málin hafa þó ekki skýrst betur en svo að allt er í ferli, ef marka má orð Klöru í gærkvöldi. Guðni Halldórsson klippari tók saman myndskeið af Klöru segja „í ferli“ sautján sinnum á þrettán sekúndum.

Fleiri hafa vakið athygli á notkun Klöru á orðinu ferli. Anna Vignisdóttir tók meðal annars saman allar þær setningar Klöru sem orðið ferli kom fyrir í. Raðað saman myndast ljóð sem kjarnar kannski stöðu málsins. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur réttlætt allt sem þú hefur tekið þér fyrir hendur síðastliðnar tvær vikur og hugsanlega verður ætlast til þess af þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur réttlætt allt sem þú hefur tekið þér fyrir hendur síðastliðnar tvær vikur og hugsanlega verður ætlast til þess af þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Steindór Ívarsson
3
Stefan Mani
4
Patricia Gibney