Klara sagði „í ferli“ 17 sinnum á undir 7 mínútum

Klara Bjartmarz sagði að málin væru í ferli sautján sinnum …
Klara Bjartmarz sagði að málin væru í ferli sautján sinnum í einu og sama viðtalinu.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði orðin „í ferli“ sautján sinnum í viðtali Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Viðtalið var um sex og hálf mínúta. Klara var til viðtals eftir fund stjórnar KSÍ þar sem ákveðið var að stjórn sambandsins myndi segja af sér.

Málin hafa þó ekki skýrst betur en svo að allt er í ferli, ef marka má orð Klöru í gærkvöldi. Guðni Halldórsson klippari tók saman myndskeið af Klöru segja „í ferli“ sautján sinnum á þrettán sekúndum.

Fleiri hafa vakið athygli á notkun Klöru á orðinu ferli. Anna Vignisdóttir tók meðal annars saman allar þær setningar Klöru sem orðið ferli kom fyrir í. Raðað saman myndast ljóð sem kjarnar kannski stöðu málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant