HBO Max brátt í boði fyrir Íslendinga

Endurfundaþáttur sjónvarpsþáttaraðarinnar Friends var sýndur á HBO Max.
Endurfundaþáttur sjónvarpsþáttaraðarinnar Friends var sýndur á HBO Max.

Streymisveita WarnerMedia, HBO Max, verður aðgengileg á Norðurlöndum nú í haust. Þetta kom fram á sjónvarpsráðstefnu í borginni Lille í Frakklandi. Streymisveitan er ein sú stærsta í heimi. 

Í kjölfarið stefnir WarnerMedia á að gera streymisveituna aðgengilega víðar í Evrópu. 

„Evrópa er okkar forgangsmál,“ sagði Priya Dogra, forstóri WarnerMedia í Evrópu, Miðausturlöndum, Afríku og Asíu. „Evrópa er flókinn en spennandi markaður.“

Þá sagði Dogra að lögð yrði áhersla á að bjóða upp á efni frá hverju landi fyrir sig.

Sem stendur hefur Stöð 2 sýningarréttinn að sjónvarpsefni frá HBO.

Frétt Variety

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler